Skóstofan mun hætta vöðluviðgerðum um óákveðinn tíma frá næstu mánaðarmótum eða þann 1. júlí næstkomandi. Ástæða þess er að starfsmenn Skóstofunar vöðluviðgerðir hafa undanfarið haft mikið að gera í öðrum verkefnum og er því miður nauðsinlegt að skapa svigrúm til að gera alla hluti eins vel og hæt er og því miður var þessi ákvörðun fyrir valinu. Viljum við þakka veiðimönnum gott samstarf og þakkar fyrir viðskiptin í þetta sinn. Það er ekki ákveðið hvort og hvenar farið verður í gang aftur. Einungis verður símsvari frammvegis en hægt er að senda rafpóst á vodluvidgerdir@skostofan.com áfram og munum við svara eftir fremmsta megni og eins fljótt og hægt er. Kveðja Lárus Gunnsteinsson.